Vara mánaðarins - Gyðja

Vara mánaðarins - Gyðja 




Vara mánaðarins - Gyðja

Skoða

Vinsælast

KRAFTUR - Test Booster

15.990 kr

Kraftur er til í eftirfarandi verslunum: Heilsuver, Mammaveitbest, Kush, Mistur og Líkami og Boost

Mælt er með að taka pásur við notkun á þessari vöru, 3 mánuði on og 1 mánuð off, 1 mánuð on 1 vika off eða eitthvað álíkt.

KRAFTUR er gerður með þeim helstu jurtum og sveppum með vísindalegan bakgrunn í að styðja hormónakerfið hjá karlmönnum með öllum þeim vítamínum og steinefnum sem eru nauðsynleg undirstaða til þess að byggja á (D vítamín t.d.). KRAFTUR er einnig gerður til þess að styðja undir skjaldkirtilinn með Íslensku klóþangi (JOÐBOMBA) og Seleníum til þess að viðhalda kraftinum í kerfinu.


Ingling var stofnað með einum draumi fyrir tveim árum að skapa besta test boosterinn sem mögulegt er og loksins er draumurinn búinn að rætast, við kynnum með stolti KRAFT sem inniheldur meðals annars:

KSM-66 Ashwagandha (Withania somnifera):
Rannsóknir benda til að ashwagandha geti dregið úr kortisólmagni, aukið testósterón og bætt frjósemi karla. Hún hefur einnig sýnt áhrif á minni streitu, betri svefn og aukinn vöðvamassa við æfingar.

Fadogia agrestis:
Þessi afríska jurt hefur verið notuð hefðbundið til að auka kynhvöt og styrk karlmennsku. Í frum- og dýrarannsóknum hefur hún sýnt hækkun á testósteróni og aukna eistnastærð. Hún er einnig tengd bættri frammistöðu og úthaldi, þó mannlegar rannsóknir séu enn af skornum skammti.

Himalayan Shilajit (40% fulvic acid):
Shilajit er steinefnarík blanda úr fjöllum Himalaya sem styður hvatberastarfsemi, bætir orkustig og frjósemi og seinkar öldrunarferlum. Rannsóknir sýna að hún getur aukið bæði heildar- og frítt testósterón.

Fenugreek (Trigonella foenum-graecum):
Fenugreek styður við aukið frítt testósterón og kynhvöt, ásamt því að hafa jákvæð áhrif á blóðsykur og bólgur. Notað af íþróttafólki til að styðja vöðvavöxt og endurheimt.

Maca (Lepidium meyenii):
Maca hækkar ekki testósterón beint, en hefur sýnt áhrif á kynhvöt og andlega orku. Hún styður undirstúku-heiladinguls-öxulinn og getur aukið jafnvægi, þol og andlega frammistöðu.

Cordyceps sinensis:
Cordyceps örvar ATP-framleiðslu sem bætir orku og þrek. Rannsóknir hafa einnig sýnt að hann getur haft áhrif á testósterónframleiðslu og eistnastarfsemi. Mjög vinsæll meðal íþróttamanna.

Íslenskt klóþang (Ascophyllum nodosum):
Ríkt af joði sem styður skjaldkirtilinn – sem er grunnstoð í hormónajafnvægi og efnaskiptum. Klóþang inniheldur einnig snefilefni sem styðja við endurheimt og almenna vellíðan.

Black pepper extract (95% piperine):
Piperine eykur upptöku á öðrum efnum, sérstaklega D3 og K2. Hefur einnig örvandi áhrif á efnaskipti og getur haft jákvæð áhrif á hormónajafnvægi og blóðrás.

Zinc glycinate:
Sink gegnir lykilhlutverki í testósterónframleiðslu og frjósemi. Skortur tengist lágum testósteróni og skertu ónæmi. Glycinate-formið tryggir góða upptöku og mild áhrif á meltingu.

Boron citrate:
Bór getur aukið frítt testósterón, lækkað estradíól og stutt beinheilsu. Einnig bætir það nýtingu D-vítamíns og magnesíums.

Selenium glycinat:
Selen styður testósterón- og sæðisframleiðslu og hefur andoxunarvirkni sem verndar frumur gegn oxunarálagi

Vítamín D3:
D-vítamín er forveri hormóna og tengist beint hærra testósterónmagni og bættri andlegri líðan. Algengur skortur á Íslandi gerir viðbót sérstaklega mikilvæga.

Vítamín K2 (menaquinone-4):
Í dýrarannsóknum hefur K2 aukið testósterónframleiðslu í eistum. Einnig styður það kalkjafnvægi og hjartaheilsu í samspili við D3.

Joð:
Nauðsynlegt fyrir skjaldkirtilinn sem stjórnar efnaskiptum og hefur áhrif á hormónajafnvægi, þar á meðal testósterónframleiðslu.

Ashwagandha + Shilajit

8.792 kr

KSM-66 Ashwagandha er eitt af sterkustu afbrigðum Ashwagandha, með að minnsta kosti 5% hlutfall af Withanolides.

Ashwagandha er vel metinn af mörgum, frá íþróttamönnum til einstaklinga í breytingaskeiðum í lífinu.

Margir sem bæta Ashwagandha við daglegu rútínuna sína hafa sagt að þeir hafa upplifað:

  • Fundið fyrir auknari orku og lífsfögnuð.
  • Meiri skírleika
  • Róandi tilfinningu og meira jafnvægi í daglegu lífi
  • Upplyftingu á almennu skapi og lífsorku.

Fyrir þá sem hafa áhuga á vísindum bakvið KSM-66 Ashwagandha, þá hafa fjölbreyttar rannsóknir skoðað mögulegan ávinning þess. Þú getur kynnt þér þessar niðurstöður á [https://ksm66ashwagandhaa.com/clinical-studies/].

Mundu, reynsla hvers einstaklings með Ashwagandha getur verið mismunandi. Þetta er ekki læknisfræðileg lausn, heldur náttúrulegt bótarefni sem margir velja vegna þess hvernig það gæti hresst daglegt líf þeirra.

Shilajit hylki – náttúrulegur stuðningur fyrir orku og úthald

Shilajit er lífrænt efni sem myndast yfir aldir í fjalllendum svæðum og inniheldur 84 steinefni af þeim 102 sem mannslíkaminn þarf og mikið magn af fulvic sýru.

Shilajit er vel metið af mörgum, allt frá íþróttafólki til þeirra sem vilja efla almenna vellíðan og úthald.

Samkvæmt rannsóknum hefur shilajit verið tengt við:

Aukna orku og lífsþrótt
Stuðning við úthald og jafnvægi í daglegu lífi
Meiri skerpu og einbeitingu
Endurnærandi áhrif á líkamann eftir álag
Stuðning við eðlilega starfsemi efnaskipta
Betri upptöku steinefna

Fyrir þá sem hafa áhuga á vísindunum á bak við shilajit, hafa fjölbreyttar rannsóknir skoðað efnasamsetningu þess og mögulegan ávinning og er vitnað til margra hér fyrir neðan:
(https://www.jptcp.com/index.php/jptcp/article/view/6677)


Shilajit Ísland

Ashwagandha Ísland
Þessi vara er ekki ætluð til að greina, meðhöndla, lækna eða fyrirbyggja neina sjúkdóma
Innihaldslýsing: 

KSM-66 Ashwagandha: KSM-66 Ashwagandha 450mg, Mjólk.

Shilajit: Shilajit 500mg.

 

Hylki úr jurtabeðmi

ICELANDIC WILD HARVESTED SEA MOSS - Fjörugrös

9.900 kr

Ekta villt íslensk fjörgurös eða írskur sjávarmosi (Iris Sea Moss) – Handtínt við suður strendur Íslands

Fjörugrös (Chondrus crispus) sem kallast á ensku Irish moss eða írskur sjávarmosi. Írskur sjávarmosi vex við strendur sunnan og suðvestan Íslands. Fjörugrös hafa öldum saman verið nýtt til manneldis og ýmsar afurðir unnar úr þeim. Fjörugrös innihalda mikið af næringarefnum. Þau innihalda mikið af prótíniA og B1 vítamíni og joði og efni eins og kalínmagnesínjárn og fosfór.

Írski sjávarmosinn sem við notum er handtíndur við strendur Íslands, ólíkt meirihluta sjávarþangs á markaðnum í dag. Gögn sýna að 97% af sjávargróðri heimsins kemur úr ræktun – margar slíkar eru staðsettar í Suðaustur-Asíu. Því er stór hluti „handtínt“ sjávarþangs í raun ekki handtínt. Chondrus chrispus má einnig rækta, en það hefur að mestu leyti ekki reynst arðbært og flest Chondrus crispus er því handtínt í náttúrunni.

Kostir þess að nota írskan sjávarmosa

  • Góður joðgjafi – styður skjaldkirtilsheilbrigði.
  • Inniheldur steinefni sem hjálpa til við að stilla blóðþrýsting.
  • Hjálpar við að hreinsar blóðið.
  • Stuðlar að heilbrigðu hjarta.
  • Hefur hjálpsama bólgueyðandi eiginleikar
  • Stuðlar að góðri meltingarheilsu.
  • Frábær fyrir húð, hár og neglur.
  • Stuðlar að aukinni kynhvöt hjá bæði körlum og konum.
  • Hjálpar til við að auka testósterón í körlum.
  • Stuðlar að aukinni orku og dregur úr þreytu.
  • Hefur jákvæð áhrif á ónæmiskerfið.
  • Getur hjálpað til við að draga úr stækkun blöðruhálskirtils og er því mikilvægur þáttur í baráttunni gegn blöðruhálskrabbameini.

Lion’s Mane

4.490 kr

Lion’s Mane – Náttúrulegur stuðningur fyrir skýrleika og einbeitingu

Lion’s Mane (Hericium erinaceus) er sveppur sem hefur lengi verið notaður í hefðbundinni austurlenskri þekkingu og inniheldur efnasambönd eins og hericenones og erinacines.

Lion’s Mane er vel metinn af mörgum, frá námsmönnum og fagfólki til þeirra sem vilja auka skerpu og hugarró.

Samkvæmt rannsóknum hefur Lion’s Mane verið tengdur við:

Stuðning við eðlilega heilastarfsemi og taugavöxt
Meiri skýrleika og einbeitingu
Betri minni og námshæfni
Jafnvægi í taugakerfi og hugarró
Stuðning við almenna vellíðan og orku

Fyrir þá sem hafa áhuga á vísindunum á bak við Lion’s Mane, hafa fjölbreyttar rannsóknir skoðað efnasamsetningu þess og mögulegan ávinning samantekt er hægt að finna hér:
(https://www.researchgate.net/publication/379084739_Unlocking_the_potential_of_Lion%27s_Mane_Mushroom_Hericium_erinaceus)

Innihaldslýsing: Lion's Mane 600mg

 

Önnur innihaldsefni: Hylki úr jurtabeðmi

Product not found

Fenugreek + Maca

3.490 kr
3.490 kr

Margar menningar hafa treyst á þessar jurtir til að styðja við almenna líðan og vellíðan. Þær hafa verið notaðar í ýmsum formum, frá te til dufta, og hafa verið metnar fyrir þær einstaku eiginleika sem þær bera með sér.

Tveir fornir kraftar sameinast til að búa til eina öfluga blöndu! Fenugreek er þekkt fyrir sín djúp söguleg gildi, á meðan Maca, frá háfjöllum Andes í Suður-Ameríku, hefur verið lofuð fyrir sín orkugefandi eiginleika.

Ef þið viljið fræðast meira um áhrif blöndunar getiði skoðað skjalið til hliðar en í stuttu máli samkvæmt rannsóknum sem er vitnað í skjalinu gæti þessi blanda hjálpað með:

  1. Kynheilsu og Túrverki
  2. Styrk, frammistöðu og þol
  3. Hormónajafnvægi
  4. Orku
  5. Breytingarskeið
  6. Andoxun

Ingling Fenugreek-Maca stuðlar að

  • Viðhaldi eðlilegra testósterónstigs í blóði.*
  • Að eðlilegri hugsunarstarfsemi.*
  • Að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins.*

Inniheldur í dagskammti:

  1. Fenugreek 510mg
  2. Maca 1000mg
  3. Zinc 5mg

Önnur innihaldsefni: Dextrín



*Inniheldur sínk


Rauðrófu extrakt

3.490 kr

Rauðrófuextrakt Inglings

450 mg af útdrætti úr rauðrófum. Með háum styrkleika færðu kjarnann úr rauðrófunni í hverjum skammti.

Rauðrófur innihalda náttúruleg nítröt, trefjar og litarefni af flavín gerð sem eru mikið rannsökuð í tengslum við líkamsstarfsemi og næringu. Rauðrófur eru hluti af fjölbreyttri og hollri fæðu og hafa verið notaðar í langan tíma sem hluti af íþróttafæði og daglegu mataræði fólks víða um heim.

Þessi vara inniheldur engin örvandi efni, eingöngu náttúrulegt extrakt úr rauðrófum.

Innihaldslýsing: Rauðrófur 450mg

 

Önnur innihaldsefni: Hylki úr jurtabeðmi

ST Pure Shilajit 100gr

18.900 kr

Pure Shilajit kemur frá Altai fjallagarðinum í Síberíu. Shilajit sem oft er kallað ,,Tortímari veikleika” er þéttpakkað af vítamínum og steinefnum og er ríkt af fulvic- og humic sýrum.

Móðir náttúra gefur okkur stórkostlegar gjafir, meðal þeirra gjafa er Shilajit. Shilajit er kvoðukenndur lífefnamassi, einhverskonar tjara sem inniheldur rafhlaðnar öreindir. Kvoða þessi, sem vætlar sem úr sprungum kletta í fjöllum í mikilli hæð yfir sjávarmáli, er steingerður lífmassi, afar næringarríkur, sem verður til úr ævafornu lífríki trjáa og plantna (í sumum tilvikum einnig úr gömlum sjávarbotni).

Shilajit myndast við ákveðnar jarðfræðilegar aðstæður og hitastigs skilyrði þegar plöntu jarðvegurinn pressast saman á milli jarðfleka sem síðan nuddast saman í aldanna rás en þetta ferli er talið standa yfir í árþúsundir, jafnvel milljónir ára.

Megin uppistaða Shilajit eru steinefni, 65% og ýmis önnur margslungin plöntuefna samsetning er 20-35%. Steinefnin eru 85 og eru í jónísku formi, sem gerir upptöku þeirra mjög góða, m.a. magnesíum, kalsíum, fosfór, selen og járn ásamt um 60 málmsöltum og örverum.  Í Shilajit er einnig fjölbreytt úrval af vítamínum, svo sem A, E, B1, B3, B6, B12, C ásamt fleirum, ein-og fjölómettaðar fitusýrur og nauðsynlegar og ómissandi amínósýrur.

Það eru margir sem telja Shilajit vera allra meina bót og fjölmargar rannsóknir og reynsla aldanna draga ekki úr þeirri trú. Það er nánast ógerlegt að fjalla um Shilajit í stuttu máli og hér er stiklað á stóru.

  • Shilajit er talið hafa verndandi áhrif á frumur heilans og er m.a. talið koma jafnvægi á magn taugaboðefnisins GABA sem miðlar skilaboðum á milli heila og taugakerfis, þegar þetta taugaboðefni er í hæfilegu magni í heilanum sendir það boð um og eykur almenna vellíðan, myndar þannig eðlilega vörn gegn þunglyndi, kvíða og streitu.
  • Viðheldur jafnvægi á hormóna kerfi kvenna á öllum aldri. Virkar vel við fyrirtíðarspennu og dregur verulega úr, ef ekki alveg, einkennum breytingarskeiðsins. Eykur frjósemi og vellíðan.
  • Hefur sýnt góða virkni til styrktar blöðruhálskirtli karla, kemur á hormóna jafnvægi þeirra og er talið auka frjósemi.
  • Shilajit hjálpar við niðurbrot á fitu og kolvetnum og hjálpar til að viðhalda æskilegri líkamsþyngd.
  • Eykur heilbrigði þvagfærakerfis karla og kvenna.
  • Viðheldur almennu hreysti, er góð vörn gegn flensum og kvefi og er frábært fyrir húðina. Shilajit er talið hægja á öldrun m.a. vegna fjölþættra andoxunar eiginleika og er talið vinna sérstaklega vel á vírusum.

Innihaldslýsing: Shilajit.

Skoða allt

Hvað er Ingling?

Ingling var stofnað Apríl 2023. Stefnan okkar er að styrkja mannkynið og gera okkur heilbrigðari. Við höfum komið út með allskonar fæðubótarefni eins og frægustu vörurnar okkar; KSM-66 Ashwaganda og Shilajit.

 

Við stofnuðum Ingling ekki fyrr en við vorum fullviss um gæði á jurtunum okkar. Þess vegna eru fæðubótarefnin okkar sérstaklega hönnuð til að stuðla að réttri næringu og jafnvægi í líkamanum, sem önnur bætiefni gera ekki, og eru því betri til að viðhalda heilbrigði og vellíðan.

 

Lestu meira

Versla hér

Af hverju ætti ég að velja Ingling?

GMO-Laus framleiðlsa

Við hjá ingling erum 100% náttúruleg til að tryggja heilbrigði viðskiptavina

Hraðsending

Við sendum út alla pakka með Dropp og Póstinum á mánudögum og fimmtudögum og eru oftast afhendir samdægurs

Besta virðið fyrir verðið

Við reynum að hafa fæðubótarefnin okkar eins ódýr með stærsta magnið og bestu gæðinn, okkar framleiðsla gerir okkur kleyft að viðhalda lægri verðum

Íslensk framleiðsla

Öll fæðubótarefnin okkar eru hylkjuð og pökkuð á Íslandi

Það sem viðskiptavinir okkar segja:

Vertu meðlimur á póstlistanum okkar og fáðu 15% afslátt við fyrstu pöntun!

Thanks for contacting us. We'll get back to you as soon as possible.

Skoða skilmála

INGLING.IS

Allar Vörur
Um okkur

Annað

Lagatilkynning

Fréttatilkynning

Skilaréttur

Friðhelgisstefna

Skilmálar

Hafðu Samband

INGLING

Um Okkur

Skilmálar

Skilmálar

Hafa Samband

Title

INGLING.IS 2024